Íþróttaráð

83. fundur 09. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna S. Söebeck Arnardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Kynning á málefnum SÍK frá síðasta fundi ráðsins.
Samstarssamningur milli Kópavogsbæjar og SÍK var undirritaður 2. júlí sl.
Í samningnum eru ákvæði um úthlutun styrkja til íþróttafélaganna sem og úthlutun æfingatíma í íþróttamannvirkjum bæjarins.
Í beinu framhaldi af undirskrift samningsins óskaði stjórn SIK eftir aðstoð starfsmanna íþróttadeildar bæði við gagnaöflun og úrvinnslu þeirra við úthlutun stafsstyrkja 2018 sem og við tímaúthlutanir til íþróttafélaganna í íþróttamannvirkjum á komandi vetri en þær verða lagðar fram hér síðar á fundinum.
Formaður gerði almennt grein fyrir því að unnið er að því innan SÍK að sameina tómstundavagna sem Breiðablik, HK og Gerpla hafa öll staðið að á undanförnum árum í eitt sameiginlegt verkefni með aðkomu Kópavogsbæjar. Standa vonir til þess að með því að allir hagaðilar komi saman að málinu verði hægt að bjóða fram mun betri þjónustu en hingað til hefur verið gert. Formaður gerði grein fyrir því að áður en lengra verður haldið sé hins vegar rétt að kynna málið á sameiginlegum fundi allra bæjarfulltrúa allra flokka. Í framhaldi þess verði metið með hvaða hætti verkefnið verði unnið áfram.

Íþróttaráð lýsti yfir ánægju með að unnið sé að sameiginlegri lausn allra aðila til þess að bæta þá þjónustu sem hér um ræðir sem er einn liður af mörgum í að mynda samfellu í stundaskrá skóla og tómstunda og íþróttastarfs í Kópavogi.

Almenn mál

2.1710341 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2016-2018

Lögð fyrir fundinn svör og skýringar Breiðabliks, dagsettar 22. mars sl. og svör HK, dags. 12. og 13. apríl sl., á hækkunum/lækkunum æfingagjalda hjá félögunum á síðasta misseri.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar skýringar að svo komnu máli og felur starfsmönnum að kalla eftir gjaldskrám æfingagjalda íþróttafélaganna á komandi starfsári.

Almenn mál

3.18051175 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2018-19 - Rammi til úthlutunar

Lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar frá fyrra ári, en þær byggja á þeim ramma sem úthlutað hefur verið síðustu tvö árin.
Frestað til næsta fundar

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.1807318 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2018/2019

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur.
Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 5 - 14 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðslu þeirra.
Almennar umræður fóru fram um framlagðar tímatöflur. Starfsmönnum falið að óska eftir ýtarlegari gögnum varðandi Fagralund.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1807319 - Dansíþróttaféagið Hvönn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn Dansfélagsins Hvannar dagsett 2. júlí sl., ásamt tímatöflu/stundaskrá fyrir Danssalinn í Kórnum á komandi vetri.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1807320 - Gerpla-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 16. júlí sl., um fullan aðgang að Versölum og íþróttahúsi Vatnsendaskóla frá 14:00 til 22:00 virka daga og 9:00-19:00/21:30 um helgar. Jafnframt óskar félagið eftir aðgangi að íþróttahúsi Lindaskóla 2 daga í viku, 4-5 tíma í senn.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.1807321 - HK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn Aðalstjórnar HK dags. 15. júlí sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-,dans-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.1807322 - Breiðablik-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir átta deildir ásamt íþróttaskóla en það eru frjálsíþrótta-, karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skák-, skíða-, sund- og taekwandodeild.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

9.1807323 - DÍK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn DÍK dagsett 25. júlí sl., um að fá 2 tíma á mánudögum og 3 á miðvikudögum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

10.1807324 - Stálúlfur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð er fram umsókn Stál-úlfs dagsett, 17. júlí sl., þar sem óskar eftir því að félagið fái til ráðstöfunar æfingatíma í íþróttahúsi Kársnes, Fagralundi og Digranesi ásamt keppnistímum fyrir körufknattleiksdeildina í Fagrilundi á sunnudögum.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

11.1807325 - Ísbjörninn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 2. júlí sl., um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt utan úthlutunaramma íþróttaráðs sem og tíma fyrir Futsal í Digranesi.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

12.1807326 - SFK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn Skotíþróttafélags Kópavogs dagsett 16. júlí sl., sem og tímatafla fyrir kjallarann í Digranesi.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

13.1807327 - Glóð-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Samkvæmt símtali við formann Glóðar í lok júlí sl., óskar félagið eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-17 og fimmtudögum 17-18. Í Digranesi ( vestursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

14.1808059 - Vatnaliljur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019

Lögð fram umsókn Vatnalilja dagsett 3. ágúst sl., þar sem óskað er eftir sömu tímum í Fagralundi og sl. vetur, eftir kl: 21:00, á föstudögum og sunnudögum á heilum velli og á þriðjudögum og fimmtudögum á hálfum velli.
Frestað til næsta fundar.

Önnur mál

15.1808201 - Íþróttaráð - áætlun um fundartíma ráðsins 2018-2022

Lögð fram tillaga að fundaáætlun fyrir kjörtímabilið 2018-2022.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 19:05.